top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Umhverfislestin á ferð um Vestfirði


Umhverfislestin, Vestfjarðastofa, Umhverfisvottaðir Vestfirðir, Vestfirðir, umhverfismál, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Farandsýningin Umhverfislestin er styrkt af Sóknaráætlun Vestfjarða. Teikning í eigu Vestfjarðastofu.

Farandsýningin Umhverfislestin sem haldin er á vegum Vestfjarðastofu hefur för sína nú í lok október. Lestin mun koma við á þremur stöðum, á Hólmavík þann 26. október, Patreksfirði 31. október og svo á Ísafirði þann 2. nóvember. Sýningin fellur undir áhersluverkefni Umhverfisvottunar Vestfjarða sem Vestfjarðastofa heldur utan um og er styrkt af Sóknaráætlun Vestfjarða. Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa verið umhverfisvottaðir síðan árið 2016 og eru þeir með silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck árið 2019.


Á sýningunni er fjallað um umhverfismál heimilanna á fjölbreyttan, fræðandi og skemmtilegan hátt. Þar gefst fólki tækifæri til að fræðast um stöðu loftslagsmála og annarra umhverfismála og hvaða aðgerða er þörf til að bregðast við.

Markmiðið er að vekja athygli á þeim alvarleika sem blasir við í umhverfismálum en einnig að kynna fyrir fólki ýmsar lausnir og aðgerðir sem flestir geta auðveldlega tileinkað sér í daglegu lífi til að leggja sitt af mörkum.
Umhverfislestin, Umhverfisvottaðir Vestfirðir, Vestfjarðastofa, sóknaráætlun Vestfjarða, Patreksfjörður, Aron Ingi Guðmundsson, landsbyggð, úr vör, vefrit
Umhverfislestin kemur við á þremur stöðum á Vestfjörðum á næstu dögum, m.a. á Patreksfirði þann 31. október næstkomandi. Ljósmynd Aron Ingi Guðmundsson

Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður með vinnustofu þar sem vindmyllur verða smíðaðar sem breyta vindorku í raforku. Auk þess verður hægt að kaupa umbúðalausar þurrvörur á staðnum sem og ýmsar umhverfisvænar lausnir fyrir heimilið líkt og t.d. kaffihúsið Heimabyggð á Ísafirði hefur boðið upp á. Sniðugt er að koma með ílát með sér að heiman til að setja í vörur sem verslaðar eru á sýningunni.


Blaðamaður ÚR VÖR heyrði á dögunum í Línu Björg Tryggvadóttur verkefnastjóra hjá Vestfjarðadstofu og forvitnaðist um verkefnið. Lína segir að ákveðið hafi verið að kynna umhverfisvottunina og hvað fólk geti gert til að taka þátt. „Það er víðfemt hér á Vestfjörðum, við viljum sýna sem flestum þessa sýningu og vonandi getum við farið með þetta víðar síðar.

„Það er meiri og meiri köllun eftir því að umhverfismál séu sett í forgang og sáum við á fundum varðandi sóknaráætlun næstu ára að umhverfismál eru fólki mikilvæg. Sveitarélögin hafa sinnt þessu vel að undanförnu og hafa skuldbundið sig að gera slíkt áfram.“ segir Lína.
Umhverfislestin, Umhverfisvottaðir Vestfirðir, Vestfjarðastofa, sóknaráætlun Vestfjarða, Vestfirðir, landsbyggðin, Aron Ingi Guðmundsson, úr vör, vefrit
Ýmislegt verður til sýnis á sýningunni, m.a. aðferðir til að minnka útblástur. Ljósmynd Aron Ingi Guðmundsson

Opnun Umhverfislestarinnar verður næstkomandi laugardag sem fyrr segir og verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra viðstaddur. „Í kjölfarið verður fjórðungsþing Vestfjarða á Hólmavík og sveitarstjórnarmenn munu því einnig koma á sýninguna. Þar munum við meðal annars sýna hvernig við spornum við matarsóun með því að bjóða upp á mat sem er kominn á tíma, þ.e. við notum grænmeti sem við fengum gefins sem er komið á síðasta söludag en er ekki ónýtt.

„Auk þess verður ýmislegt spennandi til sýnis, en vottunin frá Earth Check gengur út á að sveitarfélögin séu alltaf að reyna að bæta sig og til þess að það geti gerst þá þurfa íbúar Vestfjarða að taka þátt, t.d. með því að minnka urðað sorp og finna leiðir til að minnka útblástur og fleira. Umhverfislestin reynir að  nálgast aðferðir til þess á skemmtilegan og umhverfisvænan hátt.“ segir Lína að lokum.
Umhverfislestin, Umhverfisvottaðir Vestfirðir, Vestfirðir, sóknaráætlun Vestfjarða, Vestfjarðastofa, landsbyggðin, Aron Ingi Guðmundsson, úr vör, vefrit
Umhverfismál voru í brennidepli á fundum um sóknaráætlun næstu ára að sögn Línu Bjargar. Ljósmynd Aron Ingi Guðmundsson


Comments


bottom of page