top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Trimblur á tromblunum


Trimblur á tromblunum, Flateyri, Lýðháskólinn á Flateyri, Steinunn, Vestfirðir, list, menning, listasýning, listahátíð, Allt kollektív, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Flateyri í vetrarskrúða. Ljósmynd Steinunn Ása Sigurðardóttir

Listahópurinn Allt Kollektív mun halda tvær stórar listasýningar á Flateyri, sitt hvoru megin við áramót, sem bera nafnið „Trimblur á tromblunum“. Þar verður boðið uppá myndlist, gjörningalist, tónlist, veitingar og góða strauma! Í fréttatilkynningu sem listahópurinn sendi vefritinu kemur fram að hópurinn sé spenntur að stíga sín fyrstu skref sem verða þó ekki lítil, en markmið hópsins er að halda þessar tvær stóru listasýningar árlega.

Einnig kemur fram í fyrrnefndri tilkynningu að áætlunin sé að blanda við listasýningar tónlistaratriðum úr ýmsum áttum.

Sýningarnar tvær verða með mjög svipuðu sniði og samsýning sem einn úr hópnum, Margeir Haraldsson, tók þátt í að skipuleggja á sínum tíma í Lýðháskólanum á Flateyri, en sú sýning var haldin um páskana 2019. Sýningin þótti vel heppnuð, en um 400 manns mættu á hana og var um að ræða samsýningu með myndlist, gjörningalist, hljóðverkum, frumsýningu á heimildarmynd og tónlistaratriðum frá tónlistarfólki af svæðinu.

Það stóð til að halda fyrri viðburðinn af Trimblum á tromblunum núna í nóvember mánuði, en honum hefur verið frestað vegna Covid-19 faraldursins. Listahópurinn stefnir því á að halda viðburðinn um miðjan desember en fram kemur í fréttatilkynningunni að taka verði mið af ástandinu í þjóðfélaginu. Þegar núgildandi samkomutakmarkanir verða rýmkaðar í komandi viku, nánar tiltekið þann 17. nóvember, mun listahópurinn taka ákvörðun um hvort sé hægt að halda viðburðinn í desember.

Allt kollektív, Trimblur á tromblunum, list, menning, listahátíð, listasýning, samsýning, Flateyri, Lýðháskólinn á Flateyri, Flateyri, Vestfirðir, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Hluti af listahópsins Allt kollektív, þau Úlfur Júlíusson, Steinunn Ása Sigurðardóttir og Margeir Haraldsson. Ljósmynd Allt kollektív

Listahópurinn Allt kollektív samanstendur af þeim Margeiri Haraldssyni, Úlfi Júlíussyni, Steinunni Ásu Sigurðardóttur, Hrafnkeli Huga Vernharðsyni og Erin Kelly. Þess ber að geta að hópurinn leitar nú eftir tónlistarfólki á Vestfjörðum til að spila á viðburðinum og einnig er vert að taka það fram að listafólk getur sótt um að vera með á viðburðunum, með því að senda tölvupóst á margeir@haraldssonprod.is


Það er óhætt að segja að um sé að ræða frábært framtak og hvetjum við fólk til að kynna sér þetta spennandi verkefni betur.

Það má geta þess að stór hluti listahópsins Allt kollektív eru fyrrum nemendur Lýðháskólans á Flateyri, einstaklingar sem einfaldlega hafa neitað að flytja frá Vestfjörðum að námi loknu og halda áfram að gefa af sér til samfélagsins þar.

ÚR VÖR fjallaði einmitt um Lýðháskólann á Flateyri á síðasta ári og má lesa allt um það hér: https://www.urvor.is/post/lydhaskolinn-flateyri-2019



Comentários


bottom of page