top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

The Factory 2021


Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Jean Larson, The Factory, Djúpavík, Vestfirðir, list, menning, listasýning, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Verkið „Ljósið elti mig uppi og vék tímanum burt / The light caught up with me and made time depart“ eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur sem sýnt er í Djúpavík. Ljósmynd Jean Larson

Þessa dagana stendur yfir listasýning, líkt og undanfarin sumur, í gömlu Síldarverksmiðjunni á Djúpavík. Sýningin opnaði þann 12. júní og stendur yfir til 12. september næstkomandi. Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum sýningarinnar, þá er hluti sýningarinnar einnig í Balanum / The Tub Art Space, sem er gamalt hús á Þingeyri.


Í fyrrnefndri fréttatilkynningu segir:

Sem þverfagleg sýning, þá sameinar „The Factory“ margbreytilega flóru sjónlistamanna. Þar með talið listamenn á sviði textíls, höggmynda, myndbandalistar, hljóðlistar, myndlistar, ljósmynda og innsetninga. Þessi nálgun skapar fjölbreytta og öfluga sýningu, sem um leið snertir breiðan hóp gesta.

Í fréttattilkynningunni kemur jafnframt fram að ætlunin sé að (endur)skapa, The Factory, listasýningu, með því að sameina hrunin iðnað og nútímalist. Um leið er gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpuvík gefið nýtt líf í hinum afskekkta bæ. Innan veggja gömlu verksmiðjunnar munu andstæður verða til og um leið sameinast. Þannig munu listaverkin bera með sér rými og umhverfi skynjunar af Djúpuvík og alls Íslands. Það var árið 2019, sem kvíarnar voru færðar út og bætt var við sýningarrými á Vestfjörðum í Balinn / The Tub Art Space og þar verður haldin listasýning sumarið 2021. Það er margt sameiginlegt með verksmiðjunni í Djúpuvík og gamla húsinu á Þingeyri: þau eru yfirgefin og í niðurníðslu en um leið hrá og raunveruleg. Hvort sem um ræðir síldarbrælu eða reykjarsvælu af ný steiktum kleinum þá má segja að hversdagslíf þeirra sem hófust við í byggingunum sé umritað í veggi og gólf húsana. Hugmynd skipuleggjendanna er að tengja þessa fjarlægu Vestfirsku staði og er sýningarstjóri Emilie Dalum. Listamenn sem sýna í The Factory í ár eru:

Djúpavík: Cymene Howe & Dominic Boyer Zoé Dubus Jasa Baka // Zuzu Knew Helen Cova Lilý Erla Adamsdóttir Erika Lindsay & a group of architect students from University of Detroit Mercy School of Architecture Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Jana Jano & Claudia Grevsmühl Jaime Ekkens Sébastien Nouat Janine Hinrichs Martin Cox

Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Ásthildur B. Jónsdóttir, Jean Larson, The Factory, Djúpavík, Vestfirðir, list, menning, listasýning, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Verkið „Staðarandi / Genius Loci“ sem sýnt er í Balanum á Þingeyri. Verkið er eftir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur, Ásthildi B. Jónsdóttur og Jean Larson. Ljósmynd Jean Larson.

The Tub / Balinn Art Space, Þingeyri: Guðbjörg Lind Jónsdóttir Jean Larson Ásthildur Jónsdóttir Helen Cova Opið er daglega frá klukkan 10:00-18:00 og er aðgangur ókeypis. Þess má geta að vefritið ÚR VÖR fjallaði um The Factory í mars mánuði árið 2019, hægt er að sjá allt um það hér: https://www.urvor.is/post/kannski-hafa-their-fengid-nog-af-natturunni

Við hvetjum áhugasama endilega til þess að kynna sér þessar áhugaverðu sýningar, hvort sem það er í Djúpavík eða á Þingeyri, eða bara hvort tveggja.


Kommentare


bottom of page