top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

STAÐIR / PLACES 2021



STAÐIR /PLACES, Vestfirðir, list, menning, listahátíð, listasýning, Eygló Harðardóttir, Sel í Fossafirði, Fossafjörður,Vesturbyggð, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Sel í Fossfirði er einn sýningarstaðanna en þar mun Eygló Harðardóttir vera með innsetningu. Ljósmynd STAÐIR /PLACES

Myndlistarverkefnið STAÐIR mun fara fram í fjórða sinn á sunnanverðum Vestfjörðum, í sveitarfélaginu Vesturbyggð, með nýjum verkum eftir fjóra myndlistarmenn.

Listamennirnir sem taka þátt í ár eru þau Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sem setur upp verk á Hrafnseyri, Auður Lóa Guðnadóttir, en verk hennar verða í Selárdal, Eygló Harðardóttir er með verk í Fossfirði og einnig í Skrímslasetrinu á Bíldudal og Starkaður Sigurðarson, se er með verk í Selárdal. Sýningarstjórar STAÐA 2021 eru þær Becky Forsythe, Eva Ísleifs og Þorgerður Ólafsdóttir.


Opnunin verður haldin í dag, föstudaginn 18. júní og munu sýningarnar standa til loka ágústs næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum STAÐA segir að stefnt sé að því að bjóða sýningargestum í siglingu á milli sýningarstaða í Arnarfirðinum á opnuninni, en hægt er að nálgast staðsetningar verkanna hér: https://www.google.com/maps/d/u/0/viewer...

STAÐIR, sem nefnist á ensku Places, er myndlistarverkefni í umsjón listamanna sem hóf göngu sína árið 2014. Í fyrrnefndri fréttatilkynningu segir að verkefnið miði að því að skapa tíma og rými fyrir listamenn til að vinna að nýjum verkum, ýmist varanlegum eða tímabundnum, í návígi við náttúruna eða sögulega og einstaka staði. Segir jafnframt að listamennirnir hafi nú dvalið fyrir vestan og skapað listaverk sprottin út frá vinnudvöl og tíma sínum þar.


Styrktaraðilar verkefnisins eru Myndlistarsjóður, Vesturbyggð, Tungusilungur og Íslenska Kalkþörungarfélagið og samstarfsaðilar eru Listasafn Samúel Jónssonar, Hrafnseyri, Skrímslasetrið á Bíldudal, Freyja og Marinó á Tálknafirði, Esther Gísladóttir á Fossi og Jón Þórðarsson.


Um leið og við óskum Vestfirðingum til hamingju með að fá svona verkefni í túnfótinn þá hvetjum við áhugasama um að kynna sér þessar áhugaverðu sýningar, því þetta er einstakt verkefni sem setur mikinn svip á svæðið.


Texti: Aron Ingi Guðmundsson


Komentáře


bottom of page