top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Endirinn óákveðinn


Fjölnir Baldursson, stuttmyndin Rán, Ísafjörður, kvikmynd, list, menning, hópfjármögnun, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Fjölnir Baldursson, leikstjóri stuttmyndarinnar Rán. Ljósmynd Baldur Páll Hólmgeirsson

Tökur hófust í dag á stutt­myndinni „Rán“ eftir Ísfirð­ing­inn Fjölni Bald­urs­son. Verkefnið er þessa dagana í hópfjár­mögnun á Karol­ina Fund og með því að styrkja verk­efnið getur fólk fengið ýmislegt fyrir sinn snúð, líkt og miða á frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar, ­mynd eftir Ómar Smára Krist­ins­son bæj­ar­lista­mann Ísa­fjarð­ar­bæj­ar, ­mögu­leika á að rök­ræða við leik­stjóra mynd­ar­innar að frum­sýn­ingu lokinni og síðast en ekki síst, valið end­i á myndina. Fyrirkomulagið er þannig að hægt verður að velja um þrjá mismunandi enda á mynd­ina, en teknar verða upp þrjár út­gáfur og velur styrkt­ar­að­il­inn þann endi sem honum líst best á.

Stuttmyndin fjallar um Gunnar, tví­tugan strák sem býr úti á landi sem lendir í ýmsum raunum er kærasta hans biður hann að sækja sig í vinn­una yfir í næsta þorp. Gunnar reynir að fá lán­aða drossíu föður síns til þess að sækja hana en faðir hans neitar honum um bíl­inn, svo hann stelur bílnum með hjálp bróður síns. Þegar Gunnar keyrir svo út úr bænum tekur hann upp í bíl­inn konu að nafni Rán og þá fara hlutir að ­ger­ast sem hann hefur enga stjórn á.
Stuttmyndin rán, list, menning, Ísafjörður, Haukur Sigurðsson, landsbyggðin, kvikmynd, úr vör, vefrit
Hópurinn sem stendur að baki myndarinnar ásamt drossíunni sem spilar stórt hlutverk í stuttmyndinni. Ljósmynd Haukur Sigurðsson.

Ísfirðingurinn Fjölnir Bald­urs­son hefur komið að gerð heim­ild­ar­mynda, stutt­mynda ásam­t þátta­gerð og unnið tón­list­ar­mynd­band með Ísfirsku ­Megasar-á­breiðu­sveit­inn­i ­Megakukl. Aðalleikarar myndarinnar eru Jónína Margrét Bergmann og Magnús Eðvald og að baki myndarinnar standa margir aðilar að vestan.

„En varð svo smátt og smátt sterk­ari og sjálf­stæð­ari saga og er þema mynd­ar­innar þessi mann­legi breysk­leiki, þ.e. hvernig menn vinna úr sorg og freist­ing­um. En svartur húmor­inn skín alltaf í gegnum þessa sorg sem birt­ist í sög­unni.“ segir Fjölnir.

Við hvetjum fólk til að kynna sér söfnunina á Karolina Fund og er óhætt að segja að það sé aðlaðandi að geta komið að gerð myndarinnar með beinum hætti sem þessum.

Stuttmyndin Rán, Ísafjörður, list, menning, kvikmynd, landsbyggðin, Baldur Páll Hólmgeirsson, Margeir Haraldsson, Fjölnir Bragason, úr vör, vefrit
Verið að undirbúa tökur dagsins, Baldur Páll Hólmgeirsson myndatökumaður, við sjáum í bakið á leikstjóranum Fjölni Baldurssyni, fyrir aftan hann er Margeir Haraldsson skrifta og ljósmyndari. Ljósmynd Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Comments


bottom of page