top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Munkur í Úthverfu


Munkur, Munk, Sashko Danylenko, Gallerí Úthverfa, list, menning, listasýning, teiknimynd, Vestfirðir, Ísafjörður, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Úr teiknimyndinni Munkur eftir Sashko Danylenko

Föstudaginn 10. maí síðastliðinn opnaði sýningin Munkur – að búa til hreyfimyndir um ævintýri með verkum úkraínska listamannsins Sashko Danylenko í Úthverfu á Ísafirði. Á sýningunni er teiknimyndin Munkur / Monk (2018) sýnd auk skissuteikninga og vatnslitamynda sem veita innsýn í tilurð verksins.  Listamaðurinn var viðstaddur opnun sýningarinnar sem stendur til fimmtudagsins 30. maí.  Eftirfarandi texti er tekinn úr fréttatilkynningu frá forsvarsfólki Gallerí Útverfu:

 

Hverjum lyftir munkur glasi?

Fyrir hvern les hann bænir sínar?

Þegar sólin sest niður með ánni verður allt grátt og erfiðara er að greina á milli þess hvíta og svarta og mörkin þar á milli.

Munkurinn fer yfir þessa línu í leit að svarinu.


Munkur, Munk, Sashko Danylenko, Gallerí Úthverfa, list, menning, listasýning, teiknimynd, Vestfirðir, Ísafjörður, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Sashka Danylenko. Ljósmynd aðsend.

Í fyrrnefndri tilkynningu segir að Sashko Danylenko (1989) sé úkraínskur kvikmyndagerðarmaður, sjónrænn sagnamaður, teiknari og margmiðlunarlistamaður. Í verkum sínum sameinar hann þjóðlegan og nútímastíl, og blandar jafnframt saman vísindalegri og listrænni nálgun á viðfangsefnið. Sashko er með aðsetur í Bandaríkjunum um þessar mundir og vinnur að teiknuðum heimildarmyndaverkefnum fyrir TED Talks, The School of Life, TOPIC, The First Lady of Ukraine, Atlantic Council og margir fleiri. Margar mynda Sashko Danylenko hafa náð víðtækri útbreiðslu á netinu; og fjölmargar þeirra hafa verið sýndar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Myndskreytingarverk Sashko eru til sýnis á alþjóðlegum sýningum og viðburðum og hjálpa til við að afla fjár fyrir mannúðaraðstoð í heimalandi hans Úkraínu. 


Sashko Danylenko dvelur um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði. Starfsemi Úthverfu nýtur styrkja fyrir einstök verkefni frá Myndlistarsjóði, Orkubúi Vestfjarða, Uppbyggingarsjóði Vestjfarða og frá Ísafjarðarbæ.


Við hvetjum alla til að kynna sér þessa áhugaverðu sýningu á meðan hún er sýnd.


Comments


bottom of page