Í þættinum Tengivagninn á Rás 1 þann 26. ágúst síðastliðinn fóru fram umræður um menningu á landsbyggðinni. Í þættinum var menningarstarf utan borgarmarkanna rætt og voru viðmælendur þáttarins þau Aron Ingi Guðmundsson, ritstjóri veftímaritsins ÚR VÖR; Tinna Guðmundsdóttir, listakona og fyrrverandi forstöðumaður Skaftfells á Seyðisfirði og Karna Sigurðardóttir, kvikmyndagerðarkona og forstöðumaður Menningarstofu Fjarðarbyggðar. Í Tengivagninum hefur verið fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu og sögu Íslands alla virka daga í allt sumar. Umsjónarmenn Tengivagnsins eru Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér
Comments