top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Ekki gleyma að blómstra


Ekki bleyma að blómstra, Gallerí Úthverfa, Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir, Ísafjörður, Vestfirðir, landsbyggðin, list, menning, úr vör, vefrit
Sýningin er opin frá 8. mars til 28. mars næstkomandi. Ljósmynd aðsend.

Í dag, nánar tiltekið föstudaginn 8. mars verður opnuð sýning á verkum Bjargar Bábó Sveinbjörnsdóttur í Úthverfu á Ísafirði.  Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar sem ber heitið Ekki gleyma að blómstra og stendur til fimmtudagsins 28. mars næstkomandi. Boðið verður til sérstaks viðburðar við sýningarlok á Páskaviku.

 

Í fréttatilkynningu frá forsvarsfólki Úthverfu er haft eftir listakonunni: "Af moldu ertu komin og að moldu skaltu aftur verða, en í millitíðinni ertu pottaplanta og það er alltaf eitthvað að. Sýningin er etnógrafía á mannflórunni hið ytra og hið innra sem leitast við að þroskast, blómstra og hámarka sig í samfélagi þar sem bestu útgáfur sjálfsins eru ákjósanlegar og alltaf rétt handan við hornið. Ekki gleyma að slökkva á hellunni og ekki gleyma að blómstra. Fyrir alla muni, reyndu að muna eftir því að vera."

 

Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir starfar jöfnum höndum við listsköpun og kennslu. Hún er menntuð í hagnýtri menningarmiðlun, félags- og kynjafræði og er ein þeirra sem reka Hversdagssafnið á Ísafirði.


Við hvetjum áhugasama um að kynna sér endilega þessa áhugaverðu sýningu sem er styrkt af Ísafjarðarbæ.


Comentários


bottom of page