top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

Dagskrá Act Alone 2019


Act Alone, Suðureyri, Vestfirðir, einleikjahátíð, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Sýningin farður á fætur Singó verður á dagskrá þann 10. ágúst á einleikjahátíðinni. Ljósmynd Act Alone

Dagskrá einleikjahátíðarinnar Act Alone hefur aldrei verið jafn glæsileg eins og í ár, en yfir 30 viðburðir fara fram á þremur dögum. Hátíðin, sem fram fer á Suðureyri dagana 8. til 10. ágúst næstkomandi er árshátíð eins manns listarinnar hér á landi, en þetta er eina hátíð sinnar tegundar hér á landi og þó víðar væri leitað.

Það má með sanni segja að á dagskrá sé eitthvað fyrir alla og er boðið upp á veglega barnadagskrá enda er forsvarsmönnum hátíðarinnar annt um framtíðina. Boðið er upp á einleiki, tónlist, uppistand og er allt ókeypis. Um er að ræða 16. hátíðina og að þessu sinni verða tvær erlendar gestasýningar á hátíðinni.


Fyrst ber að nefna mímuleikara frá Moldavíu George Cilopan sem býður uppá einstaka pantómímusýningu sem kallast The Conductor og er fyrir alla aldurshópa. Hin erlenda sýningin er Title and the Deed sem sýnd hefur verið í Englandi í vetur og kemur frá Farnham Maltings leikhúsinu, en leikarinn er hinn íslenski Páll Sigþór Pálsson.

Act Alone, Suðureyri, Vestfirðir, landsbyggðin, einleikjahátíð, úr vör, vefrit
Sýningin Velkomin heim verður á dagskrá á hátíðinni þann 8. ágúst. Ljósmynd Act Alone

Eins merkilegt og það hljómar þá eru hvorki meira né minna en átta Vestfirðingar eru að útskrifast úr Listaháskólanum og öll munu þau sýna á hátíðinni í ár. Um er að ræða unga listamenn í sviðslistum, fatahönnun og myndlist. Tveir tónleikar eru á hátíðinni og þar mætast sannarlega kynslóðirnar í þeim Magnúsi Þór Sigmundssyni og hinum færeyska Jógvan.


Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar verður útnefndur á hátíðinni, en komin er hefð fyrir því. Fyndnasti maður Vestfjarða kemur fram, töframaðurinn Ingó sýnir listir sínar, tveir trúðar troða upp, þó vitanlega í sinnhvoru lagi en það eru þeir Wally og Singó. Jana Napoli verður með einstakt lófaleikhús og svo ótal ótal margt fleira. Nú er bara um að gera að taka umræddar dagsetningar frá í dagatalinu og plana ferð á Suðureyri í sumar! Hina glæsilegu dagskrá má sjá hér að neðan, athygli er vakin á skemmtilega óhefbundnum tímasetningum dagskrárliða í sumum tilfellum.

Act Alone, Suðureyri, einleikjahátíð Vestfirðir, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Einleikurinn Móri verður á dagskrá þann 8. ágúst. Ljósmynd Act Alone

Dagskrá Act alone 2019

8. ágúst

18.31 FISKISMAKK - UPPHAFSSTEF ACTSINS, við FSÚ

18.45 VILTU LESA ÁLFASÖGUR, bókmyndasýning

18.46 JÓN SKÓLASTJÓRI, myndlistarsýning

19.01 INGÓ GEIRDAL, galdrasýning – 30 mín, FSÚ

19.45 VELKOMIN HEIM, einleikur – 60 min, FSÚ

20.55 AFSAL KARLMENNSKUNNAR, fatahönnunarsýning ÞURRKVER

20.55 SKERMUR, fatahönnunarsýning ÞURRKVER

20.55 MYNDAÐU ÞINN EIGIN TÖFRALJÓMA, fatahönnunarsýning, ÞURRKVER

20.55 AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR, myndlistarsýning ÞURRKVER

21.15 FÉLAGSSKAPUR MEÐ ÓKUNNUGUM, einleikur – 50 mín, ÞURRKVER

22.21 WIKI HOW TO START A PUNK BAND, danstónleikhús - 60 mín, FSÚ

23.36 MÓRI, einleikur – 30 mín, ÞURRKVER

Act Alone, Suðureyri, landsbyggðin, Vestfirðir, einleikjahátíð, úr vör, vefrit
Upplestur frá Auði Ava verður þann 10. ágúst á Actinu. Ljósmynd Act Alone

9. ágúst

kl. 18.31 SAGA Í HENDI – LÓFALEIKHÚS JANA NAPOLI, í gangi allt kveldið

kl.18.45 SLAGWERK, einleikur – 45 mín, ÞURRKVER

kl. 19.45 Í HENNAR SPORUM, einleikur – 60 mín, FSÚ

kl.21.01 ÁSTIN Í C-DÚR, einleikur – 30 mín, ÞURRKVER

Kl. 21.45 TITLE AND THE DEED, einleikur – 60 mín, FSÚ

Kl. 23.01 JÓGVAN, tónleikar – 60 mín, FSÚ

Kl. 24.11 TRÚÐURINN WALLY – 40 mín, FSÚ

Act Alone, Suðureyri, Vestfirðir, einleikjahátíð, landsbyggðin, úr vör, vefrit
Mímuleikurinn The Conductor verður á dagskrá þann 10. ágúst. Ljósmynd Act Alone

10. ágúst

kl.11.45 SÖGUSTUND Í STAÐARDAL

kl. 13.01 SAGA Í HENDI – LÓFALEIKHÚS JANA NAPOLI, frá 13 – 17,

kl.13.01 NÁTTÚRUBARNASKÓLINN, útileikur– 50 mín, ÚTI

kl. 14.01 WALLY, trúðaleikur – 45 mín, VIÐ FSÚ

kl. 14.47 FARÐU Á FÆTUR SINGÓ, trúðaleikur – 20 mín, VIÐ FSÚ

kl. 15.20 DIMMALIMM, einleikur – 40 mín, einleikur, FSÚ

kl. 16.10 AUÐUR AVA, upplestur – 30 mín, FSÚ

kl. 17.00 TÓNAÐ OG STUNGIÐ, KÁLFAST OG DÚLLAÐ – GJÖRNINGALIST Í GAMLA SVEITASAMFÉLAGINU!, fyrirlestur – 30 mín, FSÚ

kl.19.01 DAVIÐ RIST, tónleikar – 30 mín, ÞURRKVER

kl.19.45 Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar tilkynntur, FSÚ

kl.19.51 THE CONDUCTOR, mímuleikur – 60 mín, FSÚ

Kl. 21.11 ISTAN, einleikur – 70 mín, ÞURRKVER

Kl. 22.31 FYNDNASTI MAÐUR VESTFJARÐA – 15 mín uppistand, FSÚ

Kl. 22.45 MAGNÚS ÞÓR SIGMUNDSSON, tónleikar - 60 mín FSÚ



Comments


bottom of page