top of page

Vefrit fjármagnað af lesendum

Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Þinn stuðningur skiptir máli!

„Bærinn tengdur við hnakka og skinkur“


Bókakaffið, Elín Gunnlaugsdóttir, Selfoss, úr vör, vefrit
Elín Gunnlaugsdóttir verslunar-og framkvæmdastjóri Bókakaffisins. Ljósmynd Bókakaffið.

Bókakaffið á Selfossi er rekið af hjónunum Elínu Gunnlaugsdóttur og Bjarna Harðarssyni. Í Bókakaffinu er hægt að kaupa bæði notaðar og nýjar bækur og einnig er í boði að fá sér kaffibolla. Auk þess bjóða þau hjón upp á reglulega menningartengda viðburði sem lífga upp á hversdagsleikann að þeirra sögn. Blaðamaður ÚR VÖR tók upp símann og sló á þráðinn til Elínar á dögunum og fékk að heyra ýmislegt um starfsemina hjá þeim.


Elín segir blaðamanni að þau hjón hafi opnað Bókakaffið árið 2006. Í upphafi hafi þau einungis haft helming rýmisins í húsnæðinu undir starfsemina en stækkuðu svo við sig með tímanum. „Þetta eru fjögur rými og svo erum við með ansi góðan sólpall sem er svolítill fjársjóður. Fólk veit ekki alveg af honum, hann er hérna á bakvið og er í hásuður og er ansi notalegt að sitja þar í góðu veðri.

Fólk getur skoðað bækur á meðan það fær sér kaffi og margir koma hingað því þetta er ekki hefbundið rými. Það halda margir hreinlega að þetta sé bókasafn eða jafnvel bara heimili. Það er hér timburgólf og sniðug hönnun. Þetta var hárgreiðslustofa áður en við tókum svo við af henni og gerðum þetta svolítið útfrá því sem eigandi stofunnar hafði verið að gera áður hvað varðar útlitið.“ segir Elín.
Bókakaffið á Selfossi er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ljósmynd Bókakaffið.

Sem fyrr segir bjóða þau upp á menningartengda starfsemi einnig. Þau eru með regluleg upplestrarkvöld frá miðjum nóvember mánuði og fram að jólum þar sem skáld lesa úr verkum sínum. Elín segir þetta vera vikulegan viðburð sem sé vel sóttur. Fólk fái sér kakó og hlusti á upplestur í notalegu andrúmslofti. Að auki bjóða þau upp á tónlistarviðburði líka. Elín er sjálf tónlistarkona og hafa þau lagt áherslu á klassíska tónlist auk þess að stöku sinnum kynni popparar efni sitt.

„Við köllum þetta örtónleika, því þetta eru lítil rými og getum ekki haft þetta langa tónleika, þetta er u.þ.b. hálftíma langt í hvert sinn. Tónleikarnir eru oft í tengslum við bæjarhátíðir, þannig að við brjótum upp hversdagsleikann með þessu.“ segir Elín.

Sjálf er hún verslunarstjóri og framkvæmdastjóri búðarinnar og Bjarni sér meira um bókaútgáfuna sem þau halda líka utan um. „Mér finnst mikilvægt að taka vaktir sjálf, því ég þarf að hafa puttann á púlsinum og einnig bara til að þekkja kúnnana. En ég er í annarri vinnu líka með, er tónlistarkennari hjá Listaháskóla Íslands.“ Elín segir að heimafólk komi talsvert til að kaupa bækur en komi minna að kaupa kaffi. Hún segir að ferðamenn haldi starfseminni mikið til uppi hvað það varðar, eins og víða um land. „Svo kemur sumarbústaðafólk um helgar og mesta salan er yfirleitt á laugardögum. Fólk kemur líka hingað í sunnudagsbíltúr frá höfuðborginni“ bætir Elín við.

Bókakaffið, Selfoss, úr vör, vefrit
Sólpallurinn góði sem Elín segir að sé falinn fjársjóður. Ljósmynd Bókakaffið.

Að sögn Elínar eru þau hjón bæði miklir bókaormar. „Við fórum eitt sumarið inn á svona bókakaffi í Danmörku, í Árósum og fengum innblástur þar. Það var lengi draumur okkar að opna bókabúð. Og við ákváðum að kýla á þetta í kjölfarið, en það var aldrei neitt viðskiptamódel gert, meira bara innsæi frekar en einhver skynsemi!“ segir Elín og hlær.

Sjálf er hún verslunarstjóri og framkvæmdastjóri búðarinnar og Bjarni sér meira um bókaútgáfuna sem þau halda líka utan um. „Mér finnst mikilvægt að taka vaktir sjálf, því ég þarf að hafa puttann á púlsinum og einnig bara til að þekkja kúnnana. En ég er í annarri vinnu líka með, er tónlistarkennari hjá Listaháskóla Íslands.“ Elín segir að heimafólk komi talsvert til að kaupa bækur en komi minna að kaupa kaffi. Hún segir að ferðamenn haldi starfseminni mikið til uppi hvað það varðar, eins og víða um land. „Svo kemur sumarbústaðafólk um helgar og mesta salan er yfirleitt á laugardögum. Fólk kemur líka hingað í sunnudagsbíltúr frá höfuðborginni“ bætir Elín við.

Samkvæmt Elínu væri öðruvísi að halda úti svona starfsemi í Reykjavík.

„Ég held að maður myndi týnast meira í borginni á vissan hátt. Þessi hugmynd er svolítið sérstök fyrir Selfoss, bærinn er tengdur við hnakka og skinkur heldur en bækur. Það segja margir að þeir komi á Selfoss bara til að koma í Bókakaffið. Það myndi ekki gerast í Reykjavík, þá ertu í samkeppni við svipaða starfsemi. Og varðandi ferðamannaiðnaðinn, þá er gott að hafa eitthvað sem er öðruvísi og sem laðar fólk að.“
Bókakaffið, Selfoss, úr vör, vefrit
Elín segir að viðtökur starfseminnar hafi verið góðar frá upphafi. Ljósmynd Bókakaffið.

Hún bætir við að hún þekki þennan iðnað þó ekki mikið, því hún hafi ekki rekið kaffihús áður. Að hennar sögn sé ókostur að á svæðinu sé miklu færra fólk. „Maður þarf að selja ansi marga kaffibolla til að lifa á því hér!“ segir Elín og aftur er stutt í hláturinn.

Elín segir að þau hjón hafi fengið mjög góðar viðtökur frá upphafi. Hún segir að í bænum sé orðið mjög fjölbreytt samfélag og einnig í þorpunum í kring, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Að hennar sögn hefur ferðamannabólan sem bættist við eftir að Eyjafjallajökull gaus hjálpað mikið. „Suma dagana tala ég meiri ensku hér í búðinni en íslensku. Það er meira á sumrin, en það er allt árið þó sem er ferðamannastraumur. Ég myndi segja að helmingur af þeim sem koma í búðina sé ferðafólk.“ segir Elín.

Bókakaffið, Selfoss, úr vör, vefrit
Markmiðið frá upphafi var að bjóða upp á nýjar sem og notaðar bækur í Bókakaffinu. Ljósmynd Bókakaffið.

Að sögn Elínar var frá upphafi markmið að bjóða upp á notaðar bækur. Hún segir að Bjarni sé mikill áhugamaður um það og að það hafi alltaf verið hans deild. Elín sér um nýju bækurnar og pantar inn það sem vantar þar en hugmyndin um að gefa bókum framhaldslíf sé skemmtileg, svo þær fara ekki bara í ruslið. Að sögn Elínar halda ákveðnar bækur verðgildi sínu lengi, líkt og ljóðabækur og náttúrulífsbækur en hún segir að íslenskar og erlendar skáldsögur falla fljótt í verði sem og ævisögur.

„Við flytjum einnig inn notaðar enskar kiljur sem eru nýlegar þó og erum með deild með þannig bókum. Sonur okkar, hann Egill lærði í Kaliforníu og hefur tengsl þangað út þannig að við höfum flutt inn stór bretti þaðan og þetta rýkur út. Ferðamenn kaupa þetta og ungir Íslendingar lesa líka mikið á ensku. Þetta er svona mesta nýjungin hjá okkur og hefur gefið góða raun.“ segir Elín.
Bókakaffið, Selfoss, úr vör, vefrit
Margir halda að um sé að ræða bókasafn eða heimili að sögn Elínar. Ljósmynd Bókakaffið.

Elín segir að þau hjón séu bæði Árnesingar, eru bæði úr Biskupstungunum og alin upp þar og hafi búið lengi á Selfossi.

„Fyrir mig er mikilvægt að vera í þessari starfsemi, þetta er skemmtileg tenging við samfélagið að vera með þetta. Ef svo væri ekki, þá væri sennilega lítil tenging við samfélagið, fyrir utan það að búa í húsinu okkar sem er hérna hinum megin við götuna. Það var tilviljun samt að svo er, það var ekki planað! En þetta er skemmtilegt og ég hvet fólk til að fylgja draumum sínum ef það langar að gera eitthvað, það er um að gera að kýla á það!“ segir Elín að lokum.


Comments


bottom of page