Við erum afar spennt að kynna nýjung hér í vefritinu ÚR VÖR, svokallað Blábankahorn, þar sem forsvarsmenn samfélagsmiðstöðvarinnar Blábankans á Þingeyri munu ræða um eitt og annað við góða gesti.
Í þessum fyrsta slíka þætti ræðir Arnar Sigurðsson, forstöðumaður Blábankans, við Tadzoka Pswarayi frá frumkvöðlamiðstöðinni Impact Hub í Harare, höfuðborg Zimbabwe. Í þættinum ræða þau Arnar og Tadzoka um nýsköpun, byggðaþróun og uppbyggingarhæfni í tæknigeiranum. Upptakan er úr beinni útsendingu á Facebook sem streymt var sunnudaginn 30. júní síðastliðinn og fer spjallið fram á ensku. Umfjöllunarefnið er afar áhugavert og það er því um að gera að gefa sér tíma til að hlusta, góðar stundir.
Comments