Litlir staðir, stórar hugmyndir
Vel unnið og ítarlegt efni birtist reglulega um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni
Þitt framlag gerir gæfumuninn!
Kæru lesendur,
Vefritinu ÚR VÖR var ýtt úr vör þann 15. mars árið 2019. Síðan þá hafa birst yfir 350 greinar í vefritinu og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Viðmælendur, lesendur sem og aðrir eru sammála því að mikil þörf sé á fjölmiðli sem þessum og höfum við fengið mikið og gott hrós fyrir framtakið. Þessar viðtökur hvetja okkur og erum við staðráðin í því að halda áfram að miðla efni um listir, menningu, nýsköpu og frumkvöðlastarf hringinn í kringum landið.
En til þess að vel verði þurfum við að fá vind í seglin. Ef þér líkar við skrif okkar og efnistök og vilt sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi. Við vonumst til að þessi leið geri það að verkum að við getum haldið áfram um ókomna tíð og að lesendur leggi sitt á vogarskálarnar til að tryggja útgáfuna. Hægt er að gerast áskrifandi fyrir upphæð að eigin vali, það munar um hverja krónu!
Góðar stundir,
Starfsfólk vefritsins ÚR VÖR.